Saturday, September 13, 2008

2 síður

En aðeins ein verður sýnd á netinu.
Ástæðan? Jú hin er fyrir skrapp lyftið hennar Erlu Rúnar og því ekki sýnd fyrr en að leik loknum. Ég virðist bara ekki ná að gera síðu nema ég skrái mig í einhverja leiki eða kaupi kitt sem á að gera síðu úr sbr. þessi hér að ofan!
Ég er því miður ekki með photoshopp í lappanum mínum og get því ekki lagað síðuna en hún skannaðist eitthvað klaufalega inn! Auk þess sem ég finn ekki hleðslutækið í cameruna mína og get ekki tekið myndir hvorki af síðunni né börnunum! Hef t.d. ekki tekið myndir af Rakel Önnu í rúmlega mánuð! Hvaða rugl er það??? Alveg sp. um að finna þetta hleðslutæki bara í dag, nú eða versla nýtt!
En já leikir eru af hinu góða og ýkt skemmtilegir! T.d. leikurinn sem ég stóð eitt sinn fyrir hér á blogginu mínu!
Nú Skálholt er í Nóvember og af því tilefni þá höfum við Signý startað leik til að stytta biðina og er öllum velkomið að taka þátt í honum og við vonum svo sannarlega að engin skorist undan þeirri áskorun ; ) það eru svo auðvitað fancý verðlaun í boði! Endilega takið þátt stelpur ef á ykkur er skorað! Kannski eru fleiri eins og ég, skrappa nánast ekki nema á þær sé skorað ;)
Slóðin inn á leikinn er hérna : http://skrapp.informe.com/viewtopic.php?p=39776#39776

- Síðan að ofan er svo skrapplyft af Magz vinkonu minni sætu og flottu! Hún er án efa minn uppáhalds skrappari á Íslandi og því skora ég á hana í þessum leik sem við Signý störtuðum!
Nú fyrirsætan er Rakel Anna krúttaða stelpuskottið mitt! Hún er svo í mörgæsargallanum sem Magz keypti fyrir okkur í útlöndum ;) Enn og aftur... sad hvað gæðin eru léleg! En þið verðið þá bara að sjá hana LIVE í Skálholti ;)

TFL!

Sunday, August 31, 2008

Nýtt - New

Jæja hér er nýjasta síðan sem ég gerði fyrir skrapplyftið sem Erla Rún hélt utan um á Magnúsar spjallinu.
Ég er búin að bíða aðeins eftir því að geta sýnt hana þar sem ég var fyrst í hópnum hahaha..

Ég átti mjög erfitt með að gera þessa síðu þar sem ég fékk skissu til að fara eftir og hún höfðaði bara alls ekki til mín og því var þetta svoldið erfitt í fæðingu.

En á endanum tókst þetta og ég er bara sátt við útkomuna!

Ég notaðist við BG pp og mixaði meira að segja línum (OH!!!) nú ég notaði Grunge board frá
Tim Holtz og setti Heat and Stick á og svo
Ma Stewart brownstone glimmer þar á.

Uglan og kórónan eru rub on sem ég setti á "glæru" sem blingið var á sem ég nota þarna líka.

Nú borðann keypti ég í FK og veit ekkert hvaðan á uppruna sinn að rekja!

Glimmer stafina keypti ég þar líka... Blómin eru svo eldgömul alveg síðan Steina var með sína

búð í Hveragerði!

Myndin er svo af elstu dóttur minni og kisunni hennar, henni Músku!

Þær voru bestu vinkonur og er hennar sárt saknað, en hún týndist fyrir 8 árum síðan eða svo :/

Jæja.. TFAS! (Takk fyrir að skoða) :)

Thursday, July 17, 2008

Skrapp blogg.



Hér verð ég eingöngu með skrappblogg! það lofar ekki góðu að blanda saman skrappinu og lífinu í bland. Ég hætti alltaf að blogga um leið og ég fer að gera það LOL! Alveg spurning um að læra af reynslunni núna og vera ekki eins og maðurinn sem leggur höndina alltaf aftur á heita eldarvélarhelluna í trú um að nú brenni hann sig ekki aftur!

Nú hér eru nýjustu síðurnar mínar.

Þessa efri gerði ég fyrir skrappleik sem var á stóra spjallinu. Þetta var skrapplyftileikur þar sem ein fékk LO og átti að fara eftir því. Hún sendi svo næstu manneskju mynd af síðunni sem hún gerði og svo koll af kolli. Þetta er mitt framlag í þá keppni.

Síðan halar inn commentum á sb.com komin í 98 as we pikk! Sem þykir nokkuð gott á ÍSL. mælikvarða allavega hehhe..

Nú þessa síðu gerði ég svo bara að ganni á FK hitting. Náði ekki að klára hana þar þó... svo sá ég keppni á sb.com þar sem ég gat troðið henni inn og nú halar hún líka inn atkvæðum þar! Þetta eru einkasonurinn og yngsta dóttirin. Ofsalega vel heppnuð og falleg börn, segi ég og þyki mjög hógvær! hohohooo...

Jæja hef það ekki lengra svona í fyrsta bloggi! TFAK = Takk fyrir að kíkja! kv.